25.07.2007 23:33

5 mánaða gutti

Hæ hæ og halló



Já það er sko margt búið að gerast síðustu daga. Fórum í 5 mánaða skoðun í síðustu viku og það var sko bara rosa gaman. Alexander stækkar ekkert smá þessa dagana er orðinn 68 cm og 7,9 kg!!!! Sem þýðir að hann þyngdist umm 1,5 kg á 4 vikum, geri aðrir betur Brynja ljósmóðir var rosalega ánægð með hann og sagði að hannn væri bara alveg fullkominn. Mömmunni á heimilinu kveið svoldið fyrir þessari skoðun því það átti að sprauta hann en Alexander er svo sterkur strákur að það kom ekki einu sinni skeifa þegar hann var sprautaður!! 
Við erum á fullu í ungbarnasundi núna og það gengur rosalega vel. Mætum til hans Snorra tvisvar í viku og gerum fullt af æfingum, við foreldrarnir höfum líka alveg jafn gaman af þessu og sá stutti. Maður tekur strax eftir því hvað sundið hefur góð áhrif á hann, hann er að styrkjast rosalega vel á þessu og er næstum farinn að sytja sjálfur. Hann er farinn að velta sér og rúllar í hringi hérna á leikteppinu sínu, með smá ferðum út á gólfið en það fylgir víst aldrinum.
Jæja hef þetta ekki lengra í bili, endilega kíkið á allar nýju myndirnar
Bestu kveðjur úr Klapparhlíðinni

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58712
Samtals gestir: 11972
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 09:04:48